Reykjavík Winner og Sumarsýning HRFÍ

Skemmtileg og viðburðarík sýningarhelgi með tveimur aðskildum sýningum, Reykjavík Winner á laugardeginum og Alþjóðlegri sýningu á sunnudeginum. Sýningarnar voru að þessu sinni haldnar úti og þrátt fyrir úða og rigningu tókust þær mjög vel og myndaðist skemmtileg stemming á svæðinu. Fyrri daginn voru skráðar fimm Vizslur en seinni daginn fjórar. Úrslit í Reykjavík Winner og Sumarsýningunni má sjá hérna fyrir neðan.

Myndir frá Reykjavík Winner og Sumarsýningunni er að finna í myndabanka.