Febrúarsýning HRFÍ 2014

23. febrúar 2014
Að þessu sinni var enginn Holtabergshundur sýndur.  Oportó átti þó þrjú glæsileg afkvæmi á sýningunni. Systurnar Embla og Sif sem eru undan Jarðar Heru og Oportó voru sýndar í hvolpaflokki 4- 6 mánaða og fengu báðar heiðursverðlaun. Embla var síðan valin besti hvolpur tegundar. Kjarrhóla Krafla sem er undan Töru frá Selfossi og Oportó var sýnd í unghundaflokki og fékk Excellent. Jarðar Hera var sýnd í öldungaflokki og fékk Excellent. Frábært að sjá hvað Hera er komin í flott form eftir að hafa átt hvolpa fyrir einungis tæpum 6 mánuðum síðan.

Hvolpaflokkur 4 - 6 mánaða
Embla: 1. sæti tíkur, Besti hvolpur tegundar, Heiðursverðlaun
Sif: 2. sæti tíkur, Heiðursverðlaun
Ungliðaflokkur
Kjarrhóla Krafla, Excellent
Öldungaflokkur
Jarðar Hera, Excellent

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka undir Febrúarsýning 2014.
Myndirnar tók Pétur Alan Guðmundsson og þökkum við honum kærlega fyrir lánið á myndunum.