Embla á hvolpasýningu HRFÍ

31. janúar 2014
Embla dóttir Oportós okkar og Jarðar Heru var sýnd á Hvolpasýningu Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var þann 15. janúar s.l.
Embla fékk  frábæra dóma, valin besti hvolpur tegundar með heiðursverðlaun.  Það verður gaman að fylgjast með þessum fallega hvolpi í framtíðinni. Eigandi og ræktandi Emblu er Árni Gunnar Gunnarsson.

Fleiri myndir af Emblu er að finna í myndabanka undir vetur 2013/2014