ISShCh Holtabergs Alísa

Alísa hefur hlotið titilinn Íslenskur sýningameistari og er sú fyrsta af afkvæmum Fífu og Oportós til að fá meistaratitil. Alísa býr ásamt eigendum sínum á hestamiðstöðinni Austurási rétt utan við Selfoss. Eigendur Alísu eru Haukur Baldvinsson og Ragnhildur Loftsdóttir og óskum við þeim innilega til hamingju með þessa gullfallegu og yndislegu tík. Við eru ákaflega stolt af fyrsta meistaranum úr hópnum okkar og vonandi eiga fleiri systkini Alísu eftir að feta í fótspor hennar áður en langt um líður :)

Til að hljóta titilinn Íslenskur sýningameistari þarf hundur að hafa hlotið þrjú íslensk meistarastig á þremur sýningum HRFÍ hjá þremur mismunandi dómurum og eitt af þeim eftir 24 mánaða aldur.