Nóvembersýning HRFÍ 2013

17. nóvember 2013
Á sýninguna voru mættar systurnar Holtabergs Apríl Lukka, Alísa og Amíra Fjóla.
Dómarinn var mjög hrifinn af Lukku og Alísu og fengu þær Excellent og meistarastig.
Amíra Fjóla fékk Very good að þessu sinni og fannst dómaranum hún vera of grönn.
Alísa var valin besta tík og  besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig. 
Apríl Lukka var valin önnur besta tík tegundar með Íslenskt meistarastig og vara-CACIB

Við fórum síðan með skvísurnar  í ræktunarhóp þar sem Holtabergsræktun fékk
heiðursverðlaun og flotta umsögn.

ISShCh Holtabergs Alísa, Excellent, BOB, CACIB
Holtabergs Apríl Lukka, Excellent, CAC, V-CACIB
Holtabergs Amíra Fjóla, Very good
Holtabergsræktun, Heiðursverðlaun

Dómari: Harri Lehkonen frá Finnlandi

Smellið á myndina til að stækka : )