Væntanlegt got 2013

C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó og Jarðar Hera hafa verið pöruð. Heru þekkjum við vel þar sem hún hefur komið nokkrum sinnum í pössun til okkar. Hún er alveg yndislegur persónuleiki, ákaflega blíð og barngóð. Hera hefur verið sýnd á sýningum HRFÍ og hlotið 1. einkunn.
Einnig hefur hún ásamt eiganda sínum farið á hlýðninámskeið og námskeið fyrir standandi fuglahunda með góðum árangri.

Upplýsingar um árangur Oportós og afkvæma hans er að finna hérna á síðunni.

Frekari upplýsingar gefur eigandi Heru, Árni Gunnar Gunnarsson, netfang: jardarhera@gmail.com, sími:8611369