Holtabergs Amíra Fjóla RW-13

1. júní 2013
Sumarsýning HRFÍ var að þessu sinni Reykjavík winner sýning þar sem Besti hundur tegundar og Annar besti hundur tegundar fengu titilinn Reykjavík winner 2013. Að þessu sinni voru þrjár Vizslur mættar til leiks. Holtabergs Amíra Fjóla var valin Besti hundur tegundar og ber því tiltilinn Reykjavík winner 2013. Fjóla fékk einnig Íslenskt meistarastig. Kjarrhóla Krafla sem er undan Töru frá Selfossi og Oportós okkar gerði sér lítið fyrir og vann Besta hvolp sýningar á laugardeginum. Glæsilegur hvolpur sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Eigandi Kröflu er Ólafur Valdín á Selfossi. Holtabergs Astor fékk Excellent, frábæran dóm en þar sem hann var ekki tilbúin að sýna sig sem skildi fékk hann ekki framhald.

Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, BOB, CAC, RW-13
Holtabergs Astor, Excellent
Kjarrhóla Krafla, heiðursverðlaun, Besti hvolpur sýningar

Dómari: Paul Jentgen frá Lúxemborg

Nokkara myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka.