Sækiæfingar í sumar

31. maí 2013
Nú eru sækiæfingarnar byrjaðar og eru skipulagðar æfingar á fimmtudögum í Reykjavík og á þriðjudögum á Suðurnesjum. Það væri gaman að sjá fleiri eigendur mæta með hundana sína því Vizslurnar okkar hafa verið að sýna mjög flotta vinnu. Í fyrrasumar fengu tvær vizslur einkunnir í unghundaflokki á sækiprófum. Holtabergs Amíra Fjóla 1. einkunn og Holtabergs Atlas 2. einkunn. Nánari upplýsingar um sækiæfingarnar eru að finna á heimasíðu Fuglahundadeildar http://www.fuglahundadeild.is/