Holtabergs Alísa Besti hundur tegundar

24. febrúar 2013
Alþjóðleg sýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin um helgina. Þrjár Vizslur voru mættar til leiks að þessu sinni, Vadászfai Oportó og tvær gullfallegar dætur hans þær Holtabergs Amíra Fjóla og Holtabergs Alísa. Holtabergs Alísa var valin besti hundur tegundar með Íslenskt og Alþjóðlegt meistarastig. Alísa hefur nú fengið þrjú Íslensk meistarastig á sýningum HRFÍ og getur því sótt um  titilinn Íslenskur sýningameistari.  Við hjá Holtabergsræktun erum ákaflega stolt af Alísu og óskum Hauki Baldvinssyni og fjölskyldu enn og aftur innilega til hamingju. Oportó var valinn annar besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig.  Holtabergs Amíra Fjóla var valinn önnur besta tík tegundar með vara - Alþjóðlegt meistarastig.

C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó, Excellent, BR1, BOS, CACIB
Holtabergs Alísa, Excellent, BT1, M.EFNI, BOB, CAC, CACIB
Holtabergs Amíra Fjóla, Excellent, BT2, M.EFNI, V-CACIB

Dómari var Niksa Lemo frá Króatíu

Smellið á myndina til að stækka