Holtabergs Vizslur 2 ára

18.02. 2013
Þann 18. febrúar 2011 fæddust Atlas, Apríl Lukka, Alísa, Astor, Askja og Amíra Fjóla í nákvæmlega þessari röð.  Þau eignuðust öll frábærar fjölskyldur og það er búið að vera gaman að fá að fylgjast með þeim í þessi tvö ár sem liðin eru.  Til hamingju með daginn kæru Holtabergseigendur.  Í tilefni dagsins var hittst og farið í góðan göngutúr með systkinunum.  Myndir frá göngunni eru að finna í myndabanka undir Vetur 2012/13 og þökkum við Aðalsteini Leifssyni eiganda Öskju kærlega fyrir lánið á myndunum.

Smellið á myndina til að stækka