Flottur árangur 2012

Það er rík ástæða til að skoða árið 2012 og fagna þeim frábæra árangri sem hundarnir okkar voru að skila bæði í vinnu og á sýningum HRFÍ. Án efa besta árið í sögu Ungverskrar Vizslu hér á landi. Kærar þakkir til ykkar kæru Holtabergseigendur fyrir dugnaðinn og mikinn metnað fyrir hönd hundanna ykkar. Nokkur Íslensk og Alþjóðleg meistarastig komu inn á þeim fjórum sýningum HRFÍ sem haldnar voru á árinu. Þar má nefna Oportó, Astor, Alísu og Apríl Lukku sem öll fengu Íslensk og Alþjóðleg meistarastig. Við áttum tvisvar sinnum sigurvegara í tegundahópi 7 á árinu þar sem þeir feðgar Astor og Oportó unnu með glæsibrag. Tvær Vizslur fengu einkunn á sækiprófum í sumar. Amíra Fjóla hlaut 1. einkunn á sækiprófi Fuglahundadeildar og Atlas hlaut 2. einkunn á sækiprófi Vorstehdeildar. Holtabergsræktun var með ræktunar og afkvæmahóp á febrúarsýningu HRFÍ og hlutu heiðursverðlaun og sæti í úrslitum. Við tókum þátt í Ljósmyndasamkeppni Sáms og var mynd af þeim systrum Alísu og Amíru Fjólu valin ein af 10 myndum sem þóttu standa upp úr í keppninni.  Oportó, Amíra Fjóla og Apríl Lukka kláruðu sýninganámskeið I og II ásamt sýnendum sínum. Alísa og eigandi hennar sótti hlýðninámskeið hjá Hundalíf. En fyrst og síðast eru Holtabergshundar mikilvægir og elskaðir fjölskylduhundar.
Sjáumst á næsta ári :)