Oportó sigurvegari tegundahóps 7

Nóvembersýning HRFÍ 2012
Oportó var valinn besti hundur tegundar á Alþjóðlegri hundasýningu HRFÍ og náði síðan þeim glæsilega árangri að vinna tegundahóp 7. Við erum ákaflega montin af Oportó sem og afkvæmum hans tveimur sem sýnd voru að þessu sinni. Holtabergs Astor og Holtabergs Alísa fengu bæði Excellent og Íslensk og Alþjóðleg meistarastig. Astor var valinn annar besti rakki tegundar og Alísa var valin besta tíkin og annar besti hundur tegundar. Aldeilis frábær árangur hjá Holtabergs vizslum og óskum við eigendum þeirra innilega til hamingju.

C.I.E. SLO CH ISShCh Vadászfai Oportó: Excellent, M. EFNI, CACIB, BOB, BOG1
Holtabergs Astor: Excellent, M. EFNI, CAC, V-CACIB, BR2, Eigandi Astors er Pétur Örn Gunnarsson
Holtabergs Alísa: Excellent, M. EFNI, CAC, CACIB, BT1, BOS, Eigandi Alísu er Haukur Baldvinsson

Dómari: John Walsh frá Írlandi.

Nokkrar myndir frá sýningunni í myndabanka