Í Hljómskálagarðinum

Við Amíra Fjóla skelltum okkur í árlega Laugavegsgöngu HRFÍ. Þá er gengið niður Laugaveg með Lúðrasveit Kópavogs í fararbroddi og er þetta eini dagur ársins þar sem hundar eru velkomnir á Laugaveginn. Fyrir utan að vera skemmtileg tilbreyting og mikil stemming er þetta góð umhverfisþjálfun fyrir hundana. Gangan endaði í Hljómskálagarðinum þar sem við áttum skemmtilegt spjall við Vizslueiganda sem gaf sig á tal við okkur.

Gunnlaugur Már Briem eigandi Holtabergs Atlas sendi okkur flottar myndir sem hægt er að finna ásamt fleiri myndum í myndabanka undir Haust 2012