Holtabergs Atlas með 2. einkunn

Sækipróf Vorstehdeildar 18. ágúst 2012
Holtabergs Atlas tók þátt í sækiprófi Vorstehdeildar sem fram fór við Hvaleyrarvatn 18. ágúst.
Atlas fékk 16 stig af 20 mögulegum og hlaut 2. einkunn í prófinu.   Í sækiprófi í unghundaflokki fara hundar í sókn í vatni og leita/sækja með einum fugli í móa.  Eigandi Atlas er Gunnlaugur Már Briem og óskum við honum innilega til hamingju með frábæran árangur. Við hjá Holtabergsræktun erum ákaflega stolt af þeim félögum og það verður gaman að fá að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Nokkrar myndir frá prófinu er að finna í myndabanka undir Sækipróf 2012
 

Smellið á myndina til að stækka.