Sumar og sól

Í sumar höfum við sótt æfingar hjá Vorsteh og Fuglahundadeild þar sem við höfum lært mikið og hundarnir okkar verið að standa sig frábærlega vel. Það er alltaf gaman að vinna með hundana sína, hitta annað fólk og læra af þeim sem reyndari eru. Það eru nýjar myndir í myndabanka frá æfingunum undir Sækiæfingar 2012. Nokkrar þeirra eru teknar af Pétri Alan Guðmundsyni og þökkum við honum kærlega fyrir lánið á þessum fallegu myndum. Einnig eru nýjar myndir af Holtabergs Atlas og Amíru Fjólu frá sækiæfingum þar sem systkinin hafa verið að æfa saman og nýjar myndir undir Sumar 2012.