Holtabergs Amíra Fjóla með 1.einkunn

Sækipróf fyrir rjúpnahunda 23. júní 2012
Amíra Fjóla hlaut 1. einkunn á sækiprófi Fuglahundadeildar sem fram fór þann 23. júní. Fjóla fékk frábæra umsögn dómara og hlaut 18 stig af 20 mögulegum. Í sækiprófi í unghundaflokki fara hundar í sókn í vatni og leita/sækja með einum fugli í móa. Það er gaman að geta þess að Fjóla er fyrsta og eina Vizslan sem hefur fengið einkunn á veiðiprófi hérlendis og erum við afar stolt af árangri hennar.  Nánar um prófið, önnur úrslit og fleira má finna á www.fuglahundadeild.is

Dómari: Svafar Ragnarsson

Nokkrar myndir frá sækiprófinu er að finna í myndabanka.