Æfingar fyrir sækipróf

Fuglahundadeild og Vorstehdeild hafa undanfarnar vikur verið með æfingar fyrir sækiprófin í sumar. Æfingarnar eru í Reykjavík á fimmtudögum og á Suðurnesjum á þriðjudögum.
Þetta eru æfingar sérstaklega fyrir sækiprófin í sumar en allir eru velkomnir til að sjá hvernig þetta fer fram og hafa jafnvel hug á að fara í próf í framhaldinu. Ég mæli eindregið með þessum æfingum enda Vizslan frábær sækihundur og hundarnir mínir hafa notið þessarar vinnu í sumar. Þó fólk hafi ekki hug á að fara í prófin er alltaf gaman að læra meira um hvernig hægt er að þjálfa og vinna með hundana okkar. Frekari upplýsingar um æfingarnar er að finna á heimasíðu fuglahundadeildar: www.fuglahundadeild.is

Myndir frá æfingunum má finna í myndabanka