Holtabergs Astor sigurvegari tegundahóps 7

Hundasýning Hundaræktarfélags Íslands 2.-3. júní 2012
Frábær sýning að baki þar sem Holtabergs Astor var valinn Besti hundur tegundar og vann þar með pabba sinn Oportó, gerði sér síðan lítið fyrir aðeins tæplega 16 mánaða og vann tegundahóp 7. Við erum ákaflega stolt af Astori og eiganda hans Pétri Erni Gunnarssyni og óskum honum og fjölskyldu hans enn og aftur innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.  Við hjá Holtabergsræktun eru alveg í skýjunum yfir árangri Astors okkar.

Holtabergs Astor: Excellent, BOB, Íslenskt meistarastig og Besti hundur í tegundahópi 7!
C.I.E. SLOCh ISShCh Vadászfai Oportó: Exellent, BR II, M.EFNI

Dómari: Sean Delmar

Smellið á myndina til að stækka, fleiri myndir í myndabanka.