Sumarið er komið

Sumarið er komið og skemmtilegir tímar framundan með löngum göngum, sækiæfingum, vatnavinnu, sýningum, hjólreiðatúrum og margt fleira. Við skelltum okkur í Vizslugöngu við Kleifarvatn og hittum þar m.a. Holtabergs Apríl Lukku og Atlas. Það voru fagnaðarfundir hjá systkinunum þegar að þau hittust. Oportó var aðeins of mikið að passa stelpurnar og skammaði ungliðana sem voru að gera sér dælt við þær. Eftir gönguna voru teknar nokkrar sundæfingar í Kleifarvatni. Nokkrar myndir frá göngunni ásamt myndum af hundunum okkar er að finna í myndabanka. Gunnlaugur Már Briem sendi okkur frábærar myndir af Holtabergs Atlas og hvet ég alla Holtabergs eigendur að senda okkur myndir.

Smellið á myndina til að stækka