Febrúarsýning HRFÍ 2012

Skemmtileg og viðburðarík sýning að baki. Oportó var sýndur í Meistaraflokki og var valinn Besti hundur tegundar og fékk sitt fimmta Alþjóðlega meistarastig. Í úrslitum í tegundahópi 7 hlaut hann þriðja sæti. Holtabergs Astor, Atlas og Alísa voru sýnd í Ungliðaflokki. Holtabergs Astor fékk einkunnina Excellent og var valinn annar besti rakki tegundar með Íslenskt meistarastig.
Atlas og Alísa fengu einkunnina Very good.

Við tókum líka þátt í ræktunar og afkvæmahópi.
Í ræktunarhópi voru Holtabergs Alísa, Astor og Atlas og fékk hópurinn Heiðursverðlaun og fjórða sæti í úrslitum dagsins.
Í afkvæmahópi var Oportó ásamt Alísu, Astor og Atlas og fékk hópurinn Heiðursverðlaun og þriðja sæti í úrslitum. Glæsilegur árangur á okkar fyrstu ræktunar og afkvæmasýningu. 

Pétur Örn Gunnarsson eigandi Astors og Gunnlaugur Már Briem eigandi Atlas voru að sýna á sinni fyrstu sýningu og stóðu sig frábærlega vel.  Hauki Baldvinssyni eiganda Alísu þökkum við fyrir að treysta okkur fyrir Alísu.  Kristjönu vinkonu minni hjá Ice Tindra ræktun þökkum við kærlega fyrir hjálpina.

C.I.E. SLOCh ISShCh Vadászfai Oportó: Exellent, BR I, BOB, M.EFNI, CACIB, TH-3
Holtabergs Astor: Excellent, BR II, M.EFNI, Íslenskt meistarastig
Holtabergs Atlas: Very good
Hotabergs Alísa: Very good
ISShCh Jarðar Bassi: Excellent

Dómari var Marja Talvitie frá Finnlandi.