Afmælishittingur

18. febrúar 2012
Holtabergs Vizslur og eigendur hittust í tilefni eins árs afmælis Atlas, Apríl Lukku, Alísu, Astors, Öskju og Amíru Fjólu. Farið var í fínan göngutúr í heiðinni í hressandi rigningu. Síðan var haldið í Bláu reiðhöllina á svæði Hestamannafélagsins Mána þar sem farið var í sýningarþjálfun og kaffi.

Frábær dagur þar sem bæði hundar og eigendur skemmtu sér vel.

Nokkrar myndir frá göngunni í myndabanka.