Oportó Alþjóðlegur sýningameistari

Það er gaman að segja frá því að Oportó hefur hlotið titilinn Alþjóðlegur sýningameistari. Til að verða Alþjóðlegur sýningameistari þarf hundur að hljóta fjögur Alþjóðleg meistarastig (CACIB) á fjórum alþjóðlegum sýningum frá dómurum af a.m.k. þremur þjóðernum frá FCI aðildarlöndum. Að minnsta kosti eitt ár verður að líða frá því að hundur fær sitt fyrsta stig og til þess fjórða.
 

Aðeins þrjár Vizslur á Íslandi hafa hlotið Alþjóðlega meistaratitilinn. Fífa okkar varð sú fyrsta en síðan hafa Tara frá Selfossi og Jarðar Bassi bróðir Fífu einnig orðið Alþjóðlegir sýningameistarar.