Gleðilegt ár

Fyrstu áramót Amíru Fjólu eru gengin í garð og var hún ekkert að kippa sér upp við sprengjurnar enda hefur verið spilað fyrir hana byssu og sprengjuhvellir frá því að hún var aðeins nokkurra vikna hvolpur. Oportó var alveg sama um lætin en gamlárskvöld er versti dagurinn í lífi Fífu.   Á nýársdag var farið í heiðina og æfð leit og sókn með rjúpu.

Fram undan eru sýninganámskeið, hlýðniæfingar, æfingar í heiðinni og margt fleira skemmtilegt á nýju ári.

Óskum öllum gleðilegs nýs árs.