Nóvembersýning HRFÍ

Oportó var sýndur í Meistaraflokki og var valinn besti hundur tegundar. Hann fékk sitt fjórða Alþjóðlega meistarastig sem þýðir að við getum sótt um titilinn Alþjóðlegur sýningameistari hjá FCI. Oportó hafnaði síðan í fjórða sæti í tegundahópi 7.

Holtabergs Amíra Fjóla og Holtabergs Alísa voru sýndar í Ungliðaflokki. Báðar systurnar fengu Excellent og frábærar umsagnir. Alísa var síðan valin besta tík og annar besti hundur tegundar. Alísa hlaut Íslenskt meistarastig nýorðin 9 mánaða, frábær árangur hjá Alísu sem var sýnd af miklu öryggi af eiganda sínum Hauki Baldvinsyni.
 
ISShCh Vadászfai Oportó: Exellent, BR I, BOB, M.EFNI, CACIB, TH-4
Holtabergs Alísa: Excellent, BT I, BOS, M.EFNI, Ísl. M.STIG
Holtabergs Amíra Fjóla: Excellent, BT II

Dómari var Gert Christensen frá Danmörku.