Vizsluganga við Kleifarvatn

Vizsluganga októbermánaðar var haldin við Kleifarvatn og lögðum við leið okkar þangað enda fyrir löngu kominn tími til að mæta aftur í göngu. Alls voru 12 Vizslur í göngunni ásamt eigendum sínum og þar af þrír hvolpar frá okkur þau Askja, Atlas og Astor.
Allir hundarnir voru lausir og alveg með ólíkindum hvað allt gekk vel. Vizslugöngur eru fyrsta sunnudag í hverjum mánuði og eru skipulagðar af Ólafi Valdín tengilið fyrir Vizslu hjá HRFÍ. Göngurnar eru auglýstar á vefsíðu Ólafs www.vizslur.net

Nokkrar myndir frá göngunni eru í myndabanka undir Haust 2011

Smellið á myndina til að stækka.