Hvolpahittingur við Hvaleyrarvatn

Um helgina hittust systkinin Amíra Fjóla, Alísa, Askja og Atlas við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.
Það voru líflsglöð og hamingjusöm systkini sem hlupu um og léku sér, alveg ótrúleg orka sem þessir sjö mánaða hvolpar hafa.

Einnig var farið í nokkrar sækiæfingar bæði á landi og í vatni sem gekk alveg prýðilega.

Myndir frá Hvaleyrarvatni eru komnar í myndabankann.