Æfingar

Undanfarna sunnudaga höfum við verið að æfa sókn undir leiðsögn Sigríðar Bíldal ræktanda og kennara. Sóknaræfingar voru nýverið við Snorrastaðatjarnir þar sem einnig var farið í vatnavinnu og mættu nokkrir Holtabergs hvolpar á æfinguna að þessu sinni ásamt eigendum sínum. Skemmtilegir og lífsglaðir 6 mánaða hvolpar sem voru viljugir að sækja en ekki eins glaðir með að þurfa að skila:)  Sumir voru að stíga sín fyrstu spor í vatnavinnu og það var gaman að sjá hvað eigendur þeirra voru þolinmóðir og gáfu hvolpunum sínum góðan tíma.

Myndir frá æfingunni er að finna í myndabanka undir Haust 2011