Haustsýning HRFÍ 2011

Frábær sýning að baki þar sem 4 Holtabergs hvolpar voru sýndir og fengu allir heiðursverðlaun. Oportó var valinn besti hundur tegundar og fékk Íslenskt og Alþjóðlegt meistarastig og er þá kominn með það sem til þarf til að hljóta titilinn Íslenskur sýningameistari.

Dómari var Per Iversen frá Noregi.

Hvolpaflokkur 6 - 9 mánaða:

Holtabergs Astor, 1. sæti rakkar, heiðursverðlaun
Holtabergs Atlas, 2. stæti rakkar, heiðursverðlaun
Holtabergs Amíra Fjóla, 1. sæti tíkur, heiðursverðlaun
Holtabergs Apríl Lukka, 2. sæti tíkur, heiðursverðlaun

Holtabergs Amíra Fjóla var valin besti hvolpur tegundar og komst síðan í 6 hvolpa úrslit um Besta hvolp dagsins.

Við erum virkilega stolt af hópnum og gaman að sjá hvað margir sáu sér fært að mæta með hvolpana sína og stóðu sig frábærlega vel.