Sumar 2011

Það er alltaf gaman að hitta og fá fréttir af hvolpunum okkar. Við pössuðum Atlas í nokkra daga í júní og fengum Öskju í heimsókn nýlega ásamt eigendum sínum. Um helgina hittum við síðan Alísu sem býr á Selfossi. Við heimsóttum Alísu bæði í vinnuna hjá Toyota á Selfossi og í hestamiðstöðina að Austurási. Nú eigum við bara eftir að hitta Astor og Apríl Lukku sem verður vonandi fljótlega. Það er alveg frábært að sjá hvað hvolpunum líður vel og hvað eigendur þeirra hugsa vel um þá.

Um helgina fórum við líka í göngu með Töru frá Selfossi en eigendur hennar eru Ólafur Valdín og Ragnheiður. Ólafur er tengiliður fyrir Vizslu hjá HRFÍ og er með heimasíðuna www.vizslur.net þar sem reglulega birtast fréttir og viðburðir tengdir Vizslunni.

Nýjar myndir eru í myndabanka undir Sumar 2011 og vil ég hvetja eigendur Holtabergs hvolpa að senda inn myndir.