Alísa flutt á Selfoss

Nú eru allir hvolparnir komnir á frábær heimili. Alísa býr nú á Selfossi ásamt fjölskyldu sinni og Amíra Fjóla ætlar að búa áfram hjá okkur. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu hvolpunum áhuga og gaman að sjá hvað þessi frábæra tegund hefur heillað marga. Ég hef verið spurð hvort þessi pörun verði endurtekin og fólk beðið mig að setja sig á biðlista ef af yrði. Ef Oportó og Fífa verða pöruð aftur þá munu hvolpar að öllum líkindum fæðast vorið 2012.

Ég fæ reglulega fréttir af hvolpunum og myndir sem ég er mjög þakklát fyrir. Myndirnar eru að finna í myndabankanum undir Nýir eigendur fyrir þá sem vilja fylgjast með.