Nýir eigendur

Þá eru fjórir hvolpar farnir að heiman til nýrra eigenda. Eftir að vera búin að annast hvolpana í tvo mánuði er óhjákvæmilegt að maður tengist þeim böndum og er því mikil eftirsjá eftir hverjum hvolpi sem fer. Það sem gerir þetta auðveldara er að við trúum því að þeir hafi farið á heimili hjá góðu fólki sem við treystum að muni annast þá vel.

Myndir af hvolpunum með eigendum þeirra er að finna í myndabanka auk aðsendra mynda sem ég set inn jafnóðum og þær berst.

Smellið á myndina til að stækka.