Litlir orkuboltar

Hvolparnir eru orðnir 7 vikna gamlir, hreint ótrúlegt hvað tíminn líður fljótt. Þeir eru ákaflega mannelskir, elska börn og vilja mikla athygli. Þetta eru yfirvegaðir hvolpar sem hafa fram að þessu ekki kippt sér upp við neitt nýtt áreiti. Við erum að spila fyrir þá skemmtilegan geisladisk þar sem koma fyrir allskonar hljóð eins og byssuskot, flugeldar, bílahljóð og margt fleira. Þeir fara út að leika nokkrum sinnum á dag og fá líka að valsa um húsið og skoða. Það kemur svo sem ekki á óvart að þeir hlutir sem þeir mega ekki fara í eru mest spennandi. Stofan er þeirra svefnstaður enda enginn staður of góður fyrir svona gullmola.