Hvolparnir mánaða gamlir

Tíminn líður alltof hratt og nú eru hvolparnir orðnir mánaða gamlir. Þeir eru fluttir í stofuna þar sem þeir hafa gott pláss til að ærslast. Þeir eru farnir að borða graut sem þeim finnst algert lostæti og í leiðinni æfum við innkall á flautu. Hvolparnir eru líka að æfa sig í að sofa í búri sem var frekar auðvelt þar sem þeir kusu þann svefnstað sjálfir. Þetta verða vonandi tónelskir hvolpar því leikið er fyrir þá á píanó og trompet nær daglega. Þeim finnst skemmtilegt að fá krakka í heimsókn og að fá knús og klapp.  Allt þetta og svo ótal margt annað er liður í að umhverfisþjálfa hvolpana og gera þá betur undirbúna fyrir lífið.