Hvolpafréttir

Hvolparnir þroskast hratt þessa dagana. Nú eru allir búnir að opna augun og farnir að labba og þess ekki langt að bíða að þeir reyni að príla upp úr gotkassanum. Fífa sinnir þeim vel og er farin að leyfa Oportó að vera með þeim líka. Það er hrein unun að fylgjast með hvolpunum breytast dag frá degi og alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast.  Það er virkilega gaman að finna hvað margir eru áhugasamir um hvolpana og vilja fylgjast með.  Takk allir fyrir hamingjuóskirnar og áhugann.  Kærar þakkir til allra sem hafa hjálpað og leiðbeint okkur, algerlega ómetanlegt að
eiga góða að.

Nokkrar nýjar myndir eru í myndabankanum undir Hvolpar.