Hvolparnir fæddir

Yndislegir, fríðir og sprækir Ungverskir Vizsluhvolpar eru komnir í heiminn. Fjórar tíkur og tveir rakkar. Fífa stóð sig eins og hetja í löngu fæðingaferli. Fífa hefur alltaf fengið mikla hreyfingu og verið í flottu formi sem bersýnilega skilar sér við aðstæður sem þessar.
Hvolparnir fæddust stórir og myndarlegir. Það verður gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna næstu daga og vikur. Við fengum frábæra aðstoð við gotið frá reyndum schafer ræktanda hérna í Garðinum. Þökkum við Sjönu okkar hjá Ice Tindra ræktun kærlega fyrir alla hjálpina sem var alveg ómetanleg. Fífa er góð mamma og sinnir hvolpunum sínum vel en sá eini sem hún leyfir ekki að koma nærri hvolpunum er aumingja pabbinn hann Oportó.

Myndir af hvolpunum komnar í myndabankann.