C.I.E. ISShCh Jarðar Fífa

Fífa er orðin Alþjóðlegur sýningameistari. Staðfesting þess efnis barst frá FCI á dögunum.
Fífa er enn sem komið er eina Vizslan á Íslandi sem hlotið hefur Alþjóðlegan sýningameistaratitil.
Til að verða Alþjóðlegur sýningameistari þarf hundur að hljóta fjögur Alþjóðleg meistarastig
(CACIB) á fjórum alþjóðlegum sýningum frá dómurum af a.m.k. þremur þjóðernum frá
FCI aðildarlöndum. Að minnsta kosti eitt ár verður að líða frá því að hundur fær sitt fyrsta stig og
til þess fjórða.

Smellið á myndina til að stækka.