Hvolpar í febrúar

Við höfum fengið það staðfest að Fífa á von á hvolpum um miðjan febrúar.
Í sónarskoðun komu í ljós nokkur kríli og lítur allt vel út.
Fífa er hraust enda hefur hún alltaf verið í góðu formi þó núorðið hafi hún
verulega hægt á hlaupunum í heiðinni enda komin á seinni mánuð meðgöngunnar.

Við bíðum spennt eftir að tíminn líði og vonandi á allt eftir að ganga vel í fæðingunni.