Fífa og Oportó hafa verið pöruð

Þá hafa Fífa og Oportó verið pöruð og ef allt hefur gengið að óskum eru væntanlegir hvolpar um miðjan febrúar. Það er von okkar að vel hafi til tekist enda ekki um neina skyndiákvörðun að ræða heldur vandlega hugsað got þar sem við höfum notið leiðsagnar reyndra Vizsluræktenda erlendis. Þeir sem hafa áhuga á að komast á biðlista fyrir þetta got geta haft samband í síma 698-7430 eða í netfangið hildur@vizsla.is Eingöngu fólk með góða aðstöðu og einlægan áhuga fyrir tegundinni koma til greina.

Smellið á myndina til að stækka.