Í heiðinni

Því miður hefur verið lítið um fugl í heiðinni hérna hjá okkur undanfarið. Á síðustu æfingu fórum við með frosna rjúpu með okkur í heiðina og æfðum hundana í leit og sókn. Við lögðum rjúpuna út þannig að hundarnir þurftu að finna hana og sækja. Þau eru bæði mjög góð í þessu og þessar æfingar eru eitthvað það skemmtilegasta sem þau gera. Nokkrar myndir frá æfingunni eru í myndabankanum.

Einnig er að finna nokkrar myndir frá því fyrr í vetur þegar að þó nokkuð var um fugl í heiðinni. Fífa er fljót að finna rjúpuna sé hún til staðar og hefur það hjálpað okkur mikið við að æfa Oportó í að finna og kynnast lyktinni af rjúpunni.

Smellið á myndina til að stækka.