ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, C.I.E. SLO CH ISShCh ISVetCh RW-14-16 Vadászfai Oportó og C.I.E. ISShCh Jarðar Fífa

ISShCh RW-13 Holtabergs Amíra Fjóla, C.I.E. SLO CH ISShCh ISVetCh RW-14-16  Vadászfai Oportó og C.I.E. ISShCh Jarðar Fífa

50 ára afmælissýning HRFÍ

25. ágúst 2019
Tvöföld 50 ára afmælissýning HRFÍ var haldin dagana 24.-25. ágúst. Veca tók þátt í sinni fyrstu sýningu hér á landi og gekk mjög vel. Fyrri daginn var NKU Norðurlandasýning og seinni daginn var Alþjóðleg sýning. Á Norðurlandasýningunni varð Veca Besta tík, Annar Besti hundur tegundar með íslenskt og norðurlanda meistarastig. Daginn eftir gerði hún enn betur og varð Besti hundur tegundar með Alþjóðlegt meistarastig og hlaut 3. sæti í Tegundahópi 7! Við gætum ekki verið stoltari af þessari yndislegu tík sem heillaði svo marga gesti sýningarinnar með hlýju sinni og dásamlegri nærveru. Hugo sonur Oportós varð Besti hundur tegundar fyrri daginn og hlaut 1. sæti í Tegundahópi 7.  Enn ein snilldar sýning hjá þessu gullfallega hundi. Einnig var sýnd innflutt tík frá Rússlandi, Tina Trading Kleo Kvadra og gekk henni mjög vel.

Úrslit sýningarinnar má finna hérna fyrir neðan.

Úrslit 50 ára afmælissýningar HRFÍ

Norðurlandasýning 24. ágúst

Meistaraflokkur - rakkar C.I.E. ISShCh RW-15-17 NLW Loki (Hugo), BOB, CAC, NCAC, BIG-1
Meistaraflokkur - tíkur BACh RSJCh Vadászfai Veca, BOS, CAC, NCAC
Ungliðaflokkur - tíkur Tina Trading Kleo Kvadra, CK 2.BTK R.NCAC
Dómari Ralph Dunne frá Írlandi

Alþjóðleg sýning 25. ágúst
Meistaraflokkur - rakkar C.I.E. ISShCh RW-15-17 NLW Loki (Hugo), BOS, CACIB
Meistaraflokkur - tíkur BACh RSJCh Vadászfai Veca, BOB, CACIB, BIG-3
Ungliðaflokkur - tíkur Tina Trading Kleo Kvadra, CK 2.BTK R.CERT Jun.CERT
Dómari: Eeva Rautala frá Finnlandi

Veca besti hundur prófs

29. júlí 2019
Þann 27. og 28. júlí var haldið sækipróf á vegum Fuglahundadeildar HRFÍ. Boðið var upp á hefðbundið sækipróf og einnig meginlandshundapróf eftir íslenskum reglum sem nýlega voru samþykktar. Veca var skráð í sækipróf fyrir meginlandshunda og stóð sig mjög vel. Hún fékk 10 báða dagana fyrir vatnavinnu og spor, auk þess sem hún var valin Besti hundur prófs í sínum flokki fyrri daginn. Frábær árangur hjá Vecu sem kom úr einangrun í byrjun júlí. Í prófinu tóku einnig þátt Embla, Vargur og Úlfur sem öll stóðu sig með mikilli prýði.

Dómari var Patrik Sjöström frá Svíþjóð.

Myndir frá æfingum og prófinu sjálfu má finna í myndabanka.

Veca BIH-meistari

31. mars 2019
Vadászfai Veca er orðin Bosnískur meistari! Ræktandi hennar tók hana með til Bosníu á þriggja daga sýningu þar sem hún átti frábæra helgi.
Hún varð Besti hundur tegundar, Besti hundur tegundahóps 7, Annar Besti hundur tegundar, fékk 3 Bosnísk meistarastig og 2 Alþjóðleg meistarastig.
Frábær árangur hjá Vecu okkar!

BOB, BIG, BOS, 3 CAC, 2 CACIB

Mynd: Weisenstadt

 

FeHoVa sýningin í Búdapest

7. febrúar 2019
FeHoVa er stór hunda- og veiðisýning sem haldin er í febrúar ár hvert í Búdapest.
Það er ekki á hverjum degi sem maður á hund í útlöndum og því fannst okkur upplagt tækifæri að fara út, hitta Vecu og sýna hana á sýningunni.
Það var yndislegt að hitta Vecu og fá að kynnast henni, svo mannblendin og hlý. Það var gaman að sjá hvað fólk heillaðist af persónuleika hennar.
Sýningin gekk vel, Veca hlaut Excellent, Vara-CAC og  2. sæti í unghundaflokki báða dagana með frábæra dóma.

Dómarar voru: Erdös László frá Ungverjalandi og Lokodi Csaba Zsolt frá Rúmeníu.

Myndina tók Lúkas Fábry

Myndir frá sýningunni er að finna í myndabanka

 

Veca VAV veiðipróf

8. nóvember 2018
Veca okkar lauk VAV - hunting ability test í Ungverjalandi með fullt hús stiga!
Frábær árangur hjá henni og ótrúlega gaman að flytja inn hund til landsins með veiðiprófsárangur frá heimalandi sínu.

Myndir og skorblöð er hægt að finna í myndabanka undir Veca

 

Veca BOB Junior í Bosníu

17. september 2018
Í byrjun september fór Veca í ferðalag ásamt ræktanda sínum til Bosníu á hundasýningu.
Þar tók hún þátt í Special Show og varð BOB junior og hlaut Bosnískt ungliðameistarastig.
Við áætlum að fá Vecu heim til Íslands snemma árs 2019 og hlökkum mikið til.

Veca hefur verið mjaðmamynduð og er HD frí

Veca AV hunting test

Júní 2018
Í lok maí fór Veca í sitt fyrsta veiðipróf AV (Natural Ability Test) og hlaut 138 stig af 144 mögulegum "completed to merit" Við erum ótrúlega stolt af þessari hæfileikaríku tík. Veca mun halda áfram að fá veiðiþjálfun í Ungverjalandi og jafnvel taka fleiri veiðipróf áður en hún kemur til Íslands.

Smellið á myndina til að stækka

Vadászfai Veca SRB-Junior Champion

Júní 2018
Hún Veca okkar tók þátt í tvöfaldri hundasýningu í Serbíu í júní s.l. og varð BOB junior báða dagana. Hún uppskar serbneskan ungliðameistaratitil SRB-Junior Champion
.
Á myndinni er hún vinstra megin